MS hefur þróun á veganvörum

Mjólkursamsalan ehf. hefur í samstarfi við ráðgjafa hafið skoðun og þróun á veganvörum fyrir íslenskan markað. MS hefur alltaf lagt mikla áherslu á vöruþróun og að koma til móts við þarfir og óskir neytenda. Markmiðið með þessum nýju veganvörum er að koma til móts við neytendur sem kjósa þessar vörur og eru meðvitaðir um kolefnisfótspor matvara. Vörurnar verða þróaðar með íslensku vatni og áhersla lögð á að önnur innihaldsefni hafi sem minnst kolefnisfótspor.

 

Mjólkursamsalan hefur á að skipa reynslumiklu og vel menntuðu starfsfólki í vöruþróun. Fyrirtækið býr yfir góðum vélbúnaði og starfsfólki með mikla reynslu við framleiðslu matvæla fyrir íslenskan markað. Því hefur verið ákveðið að skoða með hvaða hætti fyrirtækið getur uppfyllt vaxandi eftirspurn eftir veganvörum með íslenskri framleiðslu úr íslensku bergvatni. Vonast er til að fyrstu vörurnar í þessum flokki verði hægt að kynna síðar á árinu.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?