MS gefur ekki útrunnar vörur

Mjólkursamsalan vill koma því á framfæri að fyrirtækið gefur ekki útrunnar vörur til góðgerðarsamtaka. Nú fyrir jólin fengu hjálparsamtök samtals 2,2 milljóna króna vöruúttekt frá fyrirtækinu til þess að panta þær vörur sem þær nota í jólaúthlutanir. Það eru allt nýjar vörur og hafa sendingar af þeim farið út m.a. til Fjölskylduhjálpar Íslands.

Þar fyrir utan fékk Fjölskylduhjálpin sendingu í byrjun desember þar sem m.a. var gefin þessi tiltekna Hleðsla sem birt er mynd af í fjölmiðlum og var hún með gildan stimpil þegar hún fór frá fyrirtækinu.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?