MS fagnar aldarafmæli fullveldis Íslands með fullveldisfernum

Þann 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki og er því nú fagnað árið 2018 að 100 ár eru liðin frá þessum merku tímamótum. Mjólkursamsalan fagnar aldarafmælinu með því að birta margvíslegan fróðleik um hið viðburðaríka fullveldisár 1918 á mjólkurfernum sínum í aðdraganda jólanna. Um er að ræða afrakstur samstarfs afmælisnefndar fullveldis Íslands og MS en sex mismunandi textar og myndskreytingar um atburði sem áttu sér stað á árinu 1918 prýða jólafernurnar í ár.

Mjólkursamsalan óskar landsmönnum öllum til hamingju með afmæli fullveldisins og hvetur áhugasama til að kynna sér ýmsan fróðleik um fullveldisárið á vefsíðunni fullveldi1918.is.

  

  

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?