MS fær vilyrði fyrir lóð

Reykjavíkurborg hefur tilkynnt forsvarsmönnum Mjólkursamsölunnar að borgarráð hefur veitt MS vilyrði fyrir lóð á Hólmsheiði við Suðurlandsveg.

Vegna breytinga á starfsemi fyrirtækisins síðastliðin ár var sú ákvörðun tekin að leita eftir lóð fyrir byggingu fyrir birgðahald, vörudreifingu og skrifstofur. Var sótt um lóð á stað sem liggur vel við flutningsleiðir fyrirtækisins.

Staðsetning lóðarinnar á Hólmsheiði verður nánar ákveðin í deiluskipulagi sem ekki er búið að samþykkja. Svæðið er við Suðurlandsveg, norðan megin, vestan Nesjavallavegar. Ferlið þar til lóðin getur verið klár tekur einhverja mánuði. Ef af þessu verður má ætla að fyrirtækið gæti flutt starfsemi á höfuðborgarsvæðinu á þennan stað eftir um það bil 3-5 ár.

Yrði það í þriðja skiptið sem Mjólkursamsalan og einn af fyrirrennurum hennar, Mjólkursamsalan í Reykjavík, byggir húsnæði og flytur í útjaðar höfuðborgarinnar. Fyrri skiptin voru bygging Mjólkurstöðvarinnar á Laugarvegi árið 1949 sem nú hýsir Þjóðskjalasafnið og núverandi bygging Mjólkursamsölunnar á Bitruháls sem flutt var í árið 1986. 

Hægt er að lesa nánar um málið á vef Reykjavíkurborgar. 

https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/sea_vilyrdi_ms.pdf

Mynd: Reykjavíkurborg

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?