MS er stoltur styrktaraðili Reykjavíkurleikanna 2017

Reykjavíkurleikarnir eru fjölgreina afreksíþróttamót sem er nú haldið í 10. sinn og mun keppni standa yfir frá 26. jan til 4.feb. Margt af besta íþróttafólki landsins tekur þátt ásamt sterkum erlendum gestum víðsvegar að úr heiminum svo framundan eru spennandi mót í ólíkum íþróttagreinum. 
Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili leikanna og munu keppendur og gestir leikanna fá Hleðslu að drekka á mótstöðum og verðlaunahafar fá gjafakörfur frá MS svo eitthvað sé nefnt. 

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samstarfssamnings Reykjavíkurleikanna sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík og voru þar samkankomnir fulltrúar frá ÍBR, Reykjavíkurborg og stærstu styrktaraðilum leikanna.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrá leikanna sem og 'off venue' viðburði vel en þær upplýsingar má nálgast á vef leikanna: rig.is en einnig er hægt að smella hér til að skoða dagskrána.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá leikunum í fyrra:

 

  

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?