MS einn af styrktaraðilum Reykjavíkurleikanna

Reykjavíkurleikarnar fara fram í níunda sinn núna lok mánaðarins og standa þeir yfir dagana 21.-31. janúar nk. Mjólkursamsalan hefur verið einn af styrktaraðilum leikanna undanfarin ár og er engin breyting þar á þetta árið. 
Keppt er í fjölmörgum íþróttagreinum meðan á leikunum stendur og má þar nefna bogfimi, badminton, frjálsar, keilu, hjólreiðar, íslenska glímu, skauta, snjóbretti, kraftlyftingar og ólympískar lyftingar svo eitthvað sé nefnt. Í tengslum við leikana standa íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands jafnframt fyrr sérstakri ráðstefnu um afreksíþróttir og verður hún haldin 21. janúar.

Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með á Facebook-síðu Hleðslu sem og beinum útsendingum í sjónvarpi og eins geta allir sem vilja keypt sér miða inn á einstaka mótshluta eða aðgöngupassa sem gildir á öll mót leikanna. Nánari upplýsingar um það fást hér.

 

Ljósmyndir: Íþróttabandalag Reykjavíkur

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?