MS Búðardal - atvinna í boði

Vegna aukinna verkefna óskum við eftir áhugasömum einstaklingum til vélgæslu- og framleiðslustarfa í ostagerð.

Um framtíðarstöf er að ræða.

Nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson, ludvikh@ms.is og Elísabet Svansdóttir, elisabets@ms.is

 

MS Búðardal framleiðir m.a. Dala-Feta og Dalaosta – Gott handbragð úr Dölunum. Ostagerðarmenning MS Búðardal byrjaði árið 1977. Á næsta ári 2017 verða því liðin 40 ár frá því að fyrirtækið framleiddi fyrsta ostinn úr gæðamjólk í þessu hreina og vistlega landbúnaðarhéraði.

 

Hjá Mjólkursamsölunni starfa rúmlega 450 starfsmenn á fimm starfsstöðvum á landinu þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Mjólkursamsalan leggur áherslu á fjölbreytta samsetningu starfsfólks hvort sem um er að ræða þjóðerni, kynferði, menntun, reynslu og aldur. Við ráðningar veljum við hæfustu einstaklingana í starfið með metnað, samvinnu, jákvæðni og ábyrgð að leiðarljósi.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?