MS á sýningunni Stóreldhúsið 2019

 

Mjólkursamsalan er líkt og undanfarin ár á meðal sýnenda á stóreldhúsasýningunni Stóreldhúsið 2019. Sýningin er haldin í Laugardalshöllinni dagana 31. október og 1. nóvember en þar koma saman ýmis fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu til stórnotenda, veitingahúsa, mötuneyta, hótela, sjúkrastofnana, skóla og fleiri aðila. Sýningarbás MS nýtur alltaf mikilla vinsælda á sýningum sem þessum og er hann með glæsilegasta móti í ár. Gestum og gangandi er boðið upp á nýbakaðar vöfflur með nýjum laktósalausum G-rjóma og ískalda mjólk með, ljúffenga Dala- og Óðalsosta, skyrköku með ferskum berjum, súkkulaðiköku með kremi úr sýrðum rjóma, nýjan og endurbættan Mozzarella og Ísey skyr án viðbætts sykurs og sætuefna svo eitthvað sé nefnt.

Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 12-18 báða dagana og munu starfsmenn okkar taka vel á móti núverandi og verðandi viðskiptavinum sínum og öðrum gestum.

 

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?