MS á lista yfir vinsælustu fyrirtækin 2016

Í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar er fjallað um vinsælustu fyrirtækin á Íslandi árið 2016 en könnun þess efnis var gerð á vegum blaðsins dagana 11.-16. febrúar. Alls svöruðu 400 spurningunum: "Vilt þú nefna 1 til 3 íslensk fyrirtæki sem þú hefur jákvætt viðhorf til" og "Vilt þú nefna 1 til 2 fyrirtæki sem þú hefur neikvætt viðhorf til." 

Samkvæmt þessari könnun lendir MS í 13.-18. sæti yfir vinsælustu fyrirtækin á landinu árið 2016 og er það töluverð breyting frá því sem var á síðasta ári þegar fyrirtækið lenti í 25.-28. sæti á sama lista. Þetta kemur heim og saman við þær kannanir sem MS lætur gera reglulega til að fylgjast með viðhorfi almennings til fyrirtækisins en þar sést vel að jákvæðni neytenda í garð MS er að aukast. Þetta eru gleðifréttir fyrir okkur öll og erum við sífellt að vinna að þessum málum og styrkja ímynd MS. 

Þessi vinsældarkönnun Frjálsrar verslunar á sér lengsta sögu allra kannana hér á landi sem mæla ímynd fyrirtækja en viðhorf almennings er mælt þannig að svarendur verða að nefna fyrirtækin að fyrra bragði, óháð atvinnugrein eða öðrum þáttum. Efstu þrjú sætin á listanum skipa Bónus, Icelandair og Össur og þrjú efstu sætin á listanum yfir óvinsælustu fyrirtækin 2016 skipta Landsbankinn, Arion banki og Borgun. 

Greinina í heild og báða lista má finna í 1. tbl. Frjálsrar verslunar.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?