Mjólkurvörur og skyr til sölu í Færeyjum

Þórshöfn íFfæreyjumFæreyingar geta nú náð sér í íslenskt skyr og aðrar íslenskar mjólkurvörur í þremur matvöruverslunum í Þórshöfn. Er þetta vegna fríverslunarsamnings milli Íslands og Færeyja sem gerir þjóðirnar að sameiginlegu efnahagssvæði og tekur til vöru- og þjónustuviðskipta, fjárfestinga og viðskipta með landbúnaðarafurðir.

Mjólkursamsalan flytur nú út til Færeyja nokkrar af sínum mjólkurvörur eins og Lgg+ heilsudrykki, skyrdrykki, engjaþykkni og nokkrar tegundir af skyri Einnig eru fáanlegir smurostar og ostakökur.
Það er ánægjulegt að geta boðið Færeyingum upp á íslenskar mjólkurvörur og eigum við von á að þeir taki þessum nýjungum með fegins hendi.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?