Mjólkursamsalan styrkir Badmintonsamband Íslands

Mjólkursamsalan er nýr styrktaraðili Badmintonsambands Íslands en þau Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS og Kjartan Valsson, framkvæmdastjóri BSÍ, undirrituðu samning þess efnis á dögunum. Mótaröð fullorðinna fær nafnið Hleðslubikarinn og fá þeir keppendur sem verða efstir á styrkleikalista sambandsins í lok tímabilanna 2019 og 2020 nafnbótina bikarmeistari.

Badmintonsamband Íslands heldur úti öflugu og miklu starfi en alls eru 32 íþrótta- og ungmennafélög á landinu með skráða iðkendur í badminton og því mikilvægt fyrir sambandið að fá góða styrktaraðila í samstarf með sér. Við hjá Mjólkursamsölunni erum stolt af þessu nýja samstarfsverkefni og óskum iðkendum góðs gengis á þeim mótum sem framundan eru. Næst á dagskrá er Meistaramót Íslands sem fram fer dagana 5.-7. apríl og þar eru 130 keppendur skráðir til leiks frá níu félögum víðsvegar af landinu og mun RÚV sýna beint frá úrslitaleikjum í meistaraflokki frá kl. 12:45-15:00 sunnudaginn 7. apríl.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?