Mjólkursamsalan styður hjálparsamtök fyrir hátíðarnar

Mjólkursamsalan gaf fimm hjálparsamtökum tvær og hálfa milljón króna í formi vöruúttektar fyrir hátíðarnar. Þau samtök sem fyrirtækið studdi við voru: Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og Mæðrastyrksnefnd Akureyrar.

Með þessari vöruúttekt leitast Mjólkursamsalan við að leggja sitt af mörkum til að styðja við bakið á þeim hópi einstaklinga sem leitar aðstoðar í formi matarúthlutunar. Hjálparsamtökin starfa allan ársins hring þótt mestu annirnar séu í kringum jólahátíðina og er það von fyrirtækisins að styrkirnir nýtist sem best.

Mjólkursamsalan leggur mikið upp úr að styðja við góðgerðarmál af ýmsu tagi allt árið um kring. Styður fyrirtækið m.a. við íþróttir, heilbrigðismál, mennta og menningarmál og aðra góðgerðarstarfsemi.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?