Mjólkursamsalan sjötíu og fimm ára !

 Mjólkursamsalan í Reykjavík hóf starfsemi sína 15. janúar 1935 og var stofnuð með lögum sem voru gefin út 10. september 1934. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins var að tryggja Reykvíkingum fyrsta flokks mjólk og mjólkurvörur og til að tryggja bændum viðunandi verð fyrir afurðir sínar.  
 Í dag 15. janúar 2010 eru því 75 ár liðin síðan Mjólkursamsalan tók upphaflega til starfa. Aðdragandi stofnunar Mjólkursamsölunnar var pólitískt mjög stormasamur. Fjallað hefur verið um sögu Mjólkursamsölunnar í bókum; á þrjátíu ára afmælisári 1965 var gefin út bók sem Sigurður Einarsson í Holti skráði og á fimmtugsafmælinu 1985 var gefið út afmælisrit sem Gylfi Gröndal tók saman.
Næstu tuttugu ár í sögu fyrirtækisins voru tíðindasöm. Mikil útþensla starfseminnar, margvíslegar sameiningar og fækkun framleiðenda. Mikil uppstokkun varð í mjólkuriðnaðinum árið 2005 þegar sameinað fyrirtæki varð til úr stærstu fyrirtækjum mjólkuriðnaðarins; Mjólkursamsölunni í Reykjavík og Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi.

Í apríl 2005 var Guðlaugi Björvinssyni þáverandi forstjóra falið að hafa umsjón með útgáfu bókar um sögu Samsölunnar í sjötíu ár. Höfundurinn var Óskar Guðmundsson en bókin kom út árið 2007. Síðasti aldarfjórðungur í sögu fyrirtækisins markaði að ýmsu leyti stærstu tímamót í sögu mjólkuriðnaðar á Íslandi. Uppbygging mjólkurstöðvar á Bitruhálsi og umfangsmikil uppstokkun í sölu og markaðsmálum. Saga Samsölunnar í 70 ár endaði með víðtækri sameiningu og uppstokkun í íslenskum mjólkuriðnaði.

 Í dag er Mjólkursamsalan ehf.  reksrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og tók til starfa 1. janúar árið 2007. Fyrirtækið varð til við samruna félaga mjólkuriðnaðarins eins og tilgreint er í skráningunni hér að neðan.

Til fróðleiks er hér einnig mynd úr Lögbirtingablaðinu frá 11. september 1934  með birtingu bráðabirgðalaga um meðferð og sölu mjólkur en á þeim grundvallaðist stofnun Mjólkursamsölunnar.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?