Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili RIG 2018

Reykjavíkurleikarnir, WOW Reykjavik International Games, voru formlega settir í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar. Það var borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, sem opnaði þessa miklu íþróttahátíð sem framundan er. Við sama tækifæri var skrifað undir samninga við stærstu samstarfsaðila leikanna en þeir eru WOW air, Mjólkursamsalan, AVIS bílaleiga og Cintamani, en að undirritun lokinni var brugðið á leik með léttri badminton keppni.

 

Reykjavíkurleikarnir eru fjölgreina afreksíþróttamót sem haldið er í 11. sinn og fer keppni að mestu leyti fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Margt af besta íþróttafólki landsins tekur þar þátt í hinum ýmsu greinum ásamt sterkum erlendum gestum víðsvegar að úr heiminum. Glæsileg hátíðardagskrá verður á báðum keppnishelgum og spennandi „off venue“ viðburðir sem almenningur getið tekið þátt í.

Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili Reykjavíkurleikanna og hvetjum við áhugasama um að kynna sér glæsilega dagskrá leikanna og tengda viðburði á vef leikanna: rig.is.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá RIG 2017.

  

  

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?