Mjólkursamsalan er með í Þjóðþrifum

Þjóðþrif er þjóðarátak með það að markmiði að plast verði aftur plast - og fækka sótsporum um leið! Fyrirtækin sem eru stofnaðilar í Þjóðþrifum eru: Mjólkursamsalan, Bláa lónið, BM Vallá, Brim, CCEP, Eimskip, Krónan, Lýsi, Marel og Össur. Þessi fyrirtæki skuldbinda sig til þess að koma því plasti sem fellur til í framleiðslu hjá þeim í endurvinnslu hjá Pure North Recycling. Pure North er eina endurvinnsla plasts á Íslandi þar sem hreinum plastúrgangi er breytt í plastpallettur. Það að nota jarðvarmann og hreina orkugjafa á Íslandi gefur Pure North forskot, bæði rekstrarlega og gagnvart umhverfinu. Pure North fékk óháðan aðila til að gera lífsferlisgreiningu á vinnsluaðferðum félagsins til samanburðar við endurvinnslu í Evrópu og Asíu. Fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti hjá Pure North sparast 0,7 tonn af kolefni.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?