Mjólkursamsalan er alþjóðlegur vinnustaður

Mjólkursamsalan er alþjóðleg bæði í starfi og starfsmönnum en í mannauðsstefnu fyrirtækisins er t.d. lögð áhersla á fjölbreytta samsetningu starfsfólks. Starfsfólk MS kemur alls staðar að úr heiminum og í dag starfa einstaklingar af 22 þjóðernum við að framleiða, dreifa og selja afurðir úr íslenskri mjólk. Heimalönd starfsmanna okkar eru: Argentína, Aserbaísjan, Danmörk, England, Filippseyjar, Finnland, Ísland, Kamerún, Lettland, Litáen, Mexíkó, Nepal, Nígería, Noregur, Perú, Pólland, Sýrland, Tékkland, Tæland, Úganda, Úkraína og Víetnam.

Saman vinnum við sem ein liðsheild í að færa neytendum okkar hollar og góðar mjólkurafurðir í takt við þarfir og óskir neytenda.

Á komandi vikum og mánuðum munum við kynna hóp starfsmanna á Facebook síðu Mjólkursamsölunnar með það að markmiði að gefa viðskiptavinum okkar smá innsýn í fjölbreyttan starfshóp fyrirtækisins. Við hvetjum alla áhugasama til að fylgja okkur þar en við setjum reglulega inn fróðlegt og skemmtilegt efni í bland við upplýsingar um nýjungar.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?