Mjólkurfræðingur í Búðardal

Mjólkursamsalan leitar að mjólkurfræðingi til þess að bætast í samhentan hóp starfsfólks í Búðardal. Starf mjólkurfræðings snýst um að stýra framleiðslu og vinnslu mjólkur. Hluti vinnutíma fer í það að vakta framleiðslubúnað með það að markmiði að hámarka nýtingu og gæði hráefnis.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Vinnsla mjólkur til framleiðslu mjólkurvara
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann

Hæfniskröfur:

  • Sveinsbréf í mjólkuriðn
  • Jákvæðni, metnaður og góð samskiptahæfni
  • Sjálfstæði í starfi og geta til að vinna undir álagi

Nánari upplýsingar

Vinnsla mjólkur í Búðardal er að starfsstöð okkar á Brekkuhvammi 15. Í Búðardal búa 300 manns. Með náttúruna allt í kring býður staðsetningin upp á mikla möguleika fyrir útivistar- og hestaáhugafólk.

Nánari upplýsingar um starfið má finna hér

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?