Mjólkurflutningar í skugga eldgoss

Starfsmenn fórnuðu sér til að láta þetta ganga upp -


Í viðtali við Guðmund Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóra MS á Selfossi þann 15.apríl s.l. kom fram að ágætlega gekk að ná utan um mjólkursöfnun og dreifingu um landið sunnanvert. Ekki varð um mjólkurskort að ræða vegna hamfaranna. „Allir starfsmenn sem koma að þessu fórna sér til að láta þetta ganga upp,“ sagði Guðmundur. Það má segja að frá upphafi goss hafa þessi störf náð fram að ganga. Dreifingu til viðskiptavina austan Markarfljóts, frá Skógum undir Eyjafjöllum til og með Höfn í Hornafirði, var tímabundið sinnt í gegnum vöruhús MS á Akureyri. Dreifing fer nú aftur í eðlilegt horf, þ.e. viðskiptavinir á Suðurlandi fá vörur með Selfossbílum. Þjóðvegurinn á milli Markarfljóts og Skóga var opnaður í gærkvöldi, en hann hefur verið lokaður síðan gosið hófst í Landeyjajökli og vegurinn var rofinn við Markarfljótsbrú. Fólk er þó beðið að vera ekki þarna á ferð að óþörfu og Vegagerðin varar vegfarendur við að mikil hálka geti orðið á öskusvæðinu, ef það fer að rigna. Þá myndast öskuleðja á veginum, sem getur verið varasöm. Þá getur skyggni spillst fyrirvaralítið í öskufalli á veginum. Hér fylgja myndir af því ástandi sem ríkt hefur að undanförnu.


Guðmundur Geir Gunnarsson mjólkurbússtjóri MS á Selfossi

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af mjólkurflutningunum

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?