Mjólkin gefur styrk - neyðarsöfnun UNICEF í Jemen

Þessa dagana stendur UNICEF fyrir neyðarsöfnun til styrktar fórnarlömbum stríðsátakanna í Jemen. Börn eru helstu fórnarlömb stríðsins og þurfa þau lífsnauðsynlega neyðaraðstoð til að lifa átökin af. Styrktarsjóður MS, Mjólkin gefur styrk, hefur lagt söfnuninni lið með 200.000 kr. framlagi og hvetjum við önnur fyrirtæki og einstaklinga til að leggja sitt af mörkum. Fyrir 1.900 kr. er hægt að veita einu barni tveggja vikna meðferð við vannæringu en meira en 11 milljónir barna í Jemen þurfa á hjálp að halda. 
Nánari upplýsingar má finna á unicef.is

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?