Mjólkin gefur styrk

Fulltrúar kúabænda hjá MS komu með þá hugmynd að setja á markað sérstaka mjólkurfernu til söfnunar á fé til tækjakaupa fyrir Landspítalann.

Fyrr í vikunni fór þessi nýstárlega mjólkurferna í dreifingu í allar helstu verslanir landsins. 15 kr af andvirði fernunnar munu streyma til kaupa á beinþéttnimæli fyrir Landspítalann. Markmiðið er að selja eina milljón ferna og fimmtán milljónir renni til kaupa á þessu mikilvæga tæki. Í fyrra tæki sem er nú óstarfhæft hafa farið fram 7000 mælingar á ári en brýn þörf er fyrir nýtt tæki sem verður mest notað til að mæla beinþéttni sem greinir líkur á beinþynningarbrotum.                     

 
Mjólkurfernan sem gefur styrkinn er D-vítamínbætt léttmjólk í svartri fernu með krítuðum skilaboðum.  Á nýju fernunni eru skýrar upplýsingar um átakið auk uppbyggilegara skilaboða um eiginleika mjólkurinnar. Utan útlitsins er varan nákvæmlega eins og sú sem fyrir er sem hverfur af markaði í nokkrar vikur á meðan á þessu söfnunarátaki stendur. Með því að kaupa þessa mjólk á sama verði og fyrr, geta neytendur hjálpað til við að styrkja gott málefni og verslunin spilar líka stórt hlutverk í þessari samvinnu. Kunnungt er að sem forvörn gegn beinþynningu er hvatt til aukinnar hreyfingar, ásamt neyslu D-vítamíns og kalkríkra mjólkurvara.
 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?