Beint í efni
En
Mjólkin er best fyrir - en oft góð lengur

Mjólkin er best fyrir - en oft góð lengur

MS vinnur að ýmsum umhverfismálum og er einn liður í því að draga úr matarsóun. Mjólkurfernur verða framvegis ekki eingöngu merktar "Best fyrir" heldur bætt við merkingunni "Oft góð lengur". Það er til þess að minna neytendur á að mjólkin er best fyrir ákveðna dagsetningu en er oft góð lengur. Þá skiptir máli að nota nefið og meta hvort mjólkin sé í lagi. Byrjað er að merkja fernur með þessum hætti á Akureyri og fljótlega á Selfossi.