Mjólk í 1,5 l fernum hættir

Síðasta pökkun í 1,5 l fernur fór fram föstudaginn 19. janúar, en á meðfylgjandi mynd má sjá Björn Inga Sveinsson starfsmann MS Selfossi með síðustu fernuna. Margar ástæður er fyrir því að MS hættir með þessar umbúðastærð en meginástæðan er sú að pökkunarvélin sjálf er orðin gömul og vont að fá í hana varahluti. Vélin hefur því ekki það rekstraröryggi sem er nauðsynlegt og auk þess vegur þungt að vélin býður ekki upp á tappa sem gerir fernuna óhentuga. Tetra Pak framleiðandi vélarinnar getur ekki nýtt neitt úr henni þar sem þessi tækjabúnaður er úreldur og fer vélin því í niðurrif.

Breytingunni hefur verið vel tekið af verslunum en munu viðskiptavinir vonandi sýna þessari ákvörðun skilning. 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?