Miklar fjárfestingar

 

Nú standa yfir miklar fjárfestingar og breytingar hjá Mjólkursamsölunni. Um er að ræða miklar breytingar vegna aukinnar sérhæfingar mjólkurbúanna og miklar fjárfestingar vegna þessarar sérhæfingar.

Ný ostaframleiðslutæki eru hluti af stærra fjárfestinga- og hagræðingarverkefni á Akureyri og Selfossi en MS tók nýlega í notkun fyrsta hluta af endurnýjuðum ostaframleiðslutækjum á Akureyri og er Mjólkursamsalan að fjárfesta fyrir um einn milljarð króna í tækjum, búnaði og húsnæði á Akureyri.
Endurnýjun ostaframleiðslunnar á Akureyri er hluti af stóru fjárfestingarverkefni Mjólkursamsölunnar sem felur í sér mikla endurnýjun og uppbyggingu á Akureyri og á Selfossi. Á næstu mánuðum mun félagið takast á við flóknasta og viðamesta uppbyggingarverkefni sem átt hefur sér stað í íslenskri mjólkurvinnslu en verið er að færa alla mjólkurvinnslu MS út á land. Höfuðvígi MS verða á Akureyri og Selfossi. Í Reykjavík verður fyrst og fremst dreifimiðstöð fyrir markaðinn og fyrir vinnslustöðvar, auk þess sem þar verður osti pakkað í neytendaumbúðir.
Gert er ráð fyrir að endurnýjun ostavinnslunnar á Akureyri ljúki á haustmánuðum 2013.
 
Vegna þessara breytinga og sérhæfingar munu nokkrar vörur flytjast á milli landshluta og er Kea skyrið ein þeirra vara. Nú standa yfir flutningar á framleiðslu Kea skyrs til Selfoss og hefst framleiðsla á Selfossi í vor. Kea skyr er í uppáhaldi margra landsmanna og því mikið lagt upp úr því að bragðið og áferðin verði nákvæmlega eins. Til þess að tryggja það að bragðið breytist ekki munu mjólkurfræðingar frá MS Akureyri fylgjast náið með framleiðslunni. Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?