MS flytur ekki inn sykur

Þorgerður Katrín, nú fv. ráðherra landbúnaðarmála skrifaði grein í Kjarnann í gær þar sem hún hélt því fram að MS væri stærsti innflytjandi sykurs á Íslandi. Þessi staðhæfing er ekki rétt. MS flytur ekki inn sykur. Tæplega 15 þúsund tonn af sykri og sætindum voru flutt inn árið 2016 skv. tölum Hagstofunnar. Ekkert af því var á vegum MS. MS kaupir árlega um 1-2% af þeim innflutningi í sína framleiðslu en stærstu aðilarnir í kaupum á sykri eru um 10 sinnum stærri en MS. Þetta er ekki stórt hlutfall þegar haft er í huga að MS er stærsta matvælaframleiðslufyrirtæki landsins og vinnur úr um 150.000 tonnum af mjólk árlega. Um 92% af allri mjólk á Íslandi fara í vörur án viðbætts sykurs eða sætuefna. 

Þá birtist leiðrétting á þessu einnig á Kjarninn.is.

https://kjarninn.is/skodun/2017-11-30-meinleg-villa-frafarandi-radherra/

Meinleg villa fráfarandi ráðherra

Í grein sem fráfarandi landbúnaðarráðherra skrifar í Kjarnann í dag er meinleg villa sem verður að leiðrétta.

Setning Þorgerðar Katrínar er eftirfarandi: „…MS sem er það fyr­ir­tæki sem státar af þeim vafa­sama heiðri að vera einn stærsti inn­flytj­andi syk­urs á Íslandi...

MS flytur ekki inn sykur. Tæplega 15 þúsund tonn af sykri og sætindum voru flutt inn árið 2016 skv. tölum Hagstofunnar. Ekkert af því var á vegum MS. MS kaupir árlega um 1-2% af þeim innflutningi í sína framleiðslu en stærstu aðilarnir í kaupum á sykri eru um 10 sinnum stærri en MS. Þetta er ekki stórt hlutfall þegar haft er í huga að MS er stærsta matvælaframleiðslufyrirtæki landsins og vinnur úr um 150.000 tonnum af mjólk árlega. Um 92% af allri mjólk á Íslandi fara í vörur án viðbætts sykurs eða sætuefna. 

En hversu mikið af viðbættum sykri í okkar matarræði kemur þá frá mjólkurvörum? Embætti landlæknis í samstarfi við Matvælastofnun hefur framkvæmt ítarlegar rannsóknir á matarræði Íslendinga. Þar kemur í ljós að Íslendingar fá mest af viðbættum sykri úr gosdrykkjum og söfum, sælgæti, kökum, kexi og ís eða samtals um 80%. Mjólkurvörur telja þar aðeins um 6% að bragðefnum meðtöldum. Það er rétt að finna má viðbættan sykur í vörum MS en undanfarin ár hefur það magn minnkað um 8-30% í algengum vörum. Eitt helsta viðfangsefni þróunarsviðs MS er að minnka sykur í bragðbættum vörum enn frekar. 

Þegar þessar staðreyndir eru skoðaðar má sjá að fráfarandi ráðherra hefur verið illa upplýstur um sykurnotkun í íslenskum matvælaiðnaði á sínum skamma embættistíma.

Við hvetjum alla áhugasama til að kynna sér málið nánar á: www.ms.is/thittervalid/

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?