Með hverju finnst þér mjólkin best?

Í október og nóvember stóð Mjólkursamsalan fyrir netleik á vefsíðu sinni ms.is, þar voru neytendur hvattir til að segja sína skoðun á því hvað þeim þætti best með mjólkinni.
Dregið var úr innsendum tillögum og var Björk Gunnbjörnsdóttir sú heppna og vann sér inn glæsilegan Ipad. Björk finnst mjólkin best með hafragrautnum í sveitinni. Gríðarlega góð þátttaka var í leiknum og komu margar skemmtilegar tillögur en hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af hugmyndum neytenda.
 
“Mér finnst mjólk best með stappaðri ýsu og fiskibollum”, “Heimabökuðu rúgbrauði , smjöri og kindakæfu, snæddu í góðri laut fjarri mannabyggð”, “Nýbakaðri skúffuköku en hún er alltaf góð”, “Soðinni ýsu og nýjum íslenskum kartöflum, stöppuðu með smjöri”, “Kringlum úr Gamla bakaríinu á Ísafirði og pönnukökum bökuðuðum í norðurbæ Hafnarfjarðar”, Kjúklingi og frönskum”,”Kexi, köku, kjöti, út á morgunkornið, í hreinlega allt”, “Hakki og spagettí”, “Með pylsunni”, “Pítsu, alveg síðan ég var 10 ára, alltaf mjólk ! ”.
 
 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?