Matur og miðlar - ímynd íslenskra matvæla á netinu

Þriðjudaginn 23. maí var haldinn opinn fundur á vegum Íslandsstofu undir yfirskriftinni Matur og miðlar. Vefsíður og samfélagsmiðlar gegna sífellt stærra hlutverki í upplýsingaleit neytenda og gildir það einnig um mat og matarmenningu. Mikilvægt er fyrir Ísland að nýta sér þá þróun og auka vitund um og áhuga á íslensku hráefni og þar hefur MS svo sannarlega staðið sig vel með útflutningi og kynningu á íslenska skyrinu eins og mýmörg dæmi hafa sýnt. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, var meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum og fjallaði erindi hennar um íslenska skyrið og sýnileika þess á netinu. Þá kynnti Ben Hollom, framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins M2 Bespoke, greiningu á sýnileika íslenskra matvæla og hvernig íslensk fyrirtæki geta nýtt samfélagsmiðla, áhrifavalda og efnismarkaðssetningu fyrir íslenska matvælageirann. 

Þeir sem vilja kynna sér málið frekar er bent á frétt Íslandsstofu um fundinn: Engar skáldsögur af íslenskum mat

Á myndinni hér að ofan má sjá, tvo fyr­ir­les­ar­a fund­ar­ins, Guðnýju Kára­dótt­ur og Guðnýju Steins­dótt­ur. Mynd/ Í?slands­stofa 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?