Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar

Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar var haldið laugardaginn 12.nóvember. Þar var kynnt ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2011 og haldin erindi um málörvun og læsi. Þar veitti Íslensk málnefnd einnig þrjár viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu.

Orðanefnd rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands er veitt viðurkenning fyrir íðorðastarf í sjötíu ár.

Reykjavíkurborg er veitt viðurkenning fyrir að hafa notendaviðmót á íslensku í öllum tölvum í grunnskólum Reykjavíkur.

Ríkisútvarpinu (RÚV) er veitt viðurkenning fyrir að gera það að skilyrði að öll lög skuli sungin á íslensku í Söngvakeppni Sjónvarpsins.


Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, Páll Magnússon útvarpsstjóri, Hjörtur Grétarsson, upplýsingatæknistjóri Reykjavíkurborgar, Sigurður Briem, formaður Orðanefndar rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands, Haraldur Bernharðsson, varaformaður Íslenskrar málnefndar.

Fréttin er tekin af mbl.is

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?