Málræktarátak MS heldur áfram

Endurfundamótið heppnaðist með ágætum. Þarna voru Baldur og Konni og Halli og Laddi og Silli og Valdi og Rannveig og Krummi og Gög og Gokke og miklir fagnaðarfundir.
Þessa dagana er að hefjast nýtt tímabil á dreifingu nýyrða á mjólkurfernum. Alls munu tuttugu og fjórir nýir textar og myndskreytingar eftir Halldór Baldursson birtast á mjólkurfernunum um allt land fram á haust. Samstarfið við Lýðheilsustöð heldur áfram og birtir hún texta á mjólkurfernunum sem fjalla um bætta lífshætti sem geta leitt til betra heilsufars. 
Sem kunnugt er hófst málræktarátakið með þessu útgáfuefni síðastliðið haust. Nú verður fjölmörgum nýyrðum varpað fram og fólk hvatt til að finna önnur orð betri á www.ms.is. Orð eins og straumbreytir, tjása, endurfundir, hrynpar og mörg fleiri verða til skoðunar. Ráðgert er að þessi herferð standi til febrúar 2013 en áætlað er að textarnir og myndirnar hafi þá birst á um 64 milljónum ferna.
 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?