Kýrin á litlu mjólkurfernunum heitir Skvetta !

Síðast liðið haust hófst samkeppni meðal barna 12 ára og yngri um nafn á mjólkurkúna sem prýðir litlu mjólkurfernurnar. Gífurlegur áhugi kom í ljós og tæplega 8000 tillögur bárust. Mjólkursamsalan þakkar krökkum víðsvegar á landinu kærlega fyrir þátttökuna. Það tók dómnefnd talsverðan tíma að fara yfir allar hugmyndirnar og áður en yfir lauk var sett saman dómnefnd barna sem tók þátt í að velja úr álitlegustu nöfnunum.
Nú liggur nafnið fyrir en það er kýrin SKVETTA sem tuttugu og þrjú börn völdu. Því varð að draga eitt nafn úr hópnum til að tilnefna vinningshafa til fyrstu verðlauna en sá heppni var Kristófer Logi Ellertsson, Herjólfsgötu 24, Hafnarfirði. Hann hlýtur í verðlaun: “ipod nano” og árskort í Húsdýragarðinn.


Þau nöfn sem komust í undanúrslit ásamt SKVETTU voru; BUNA, DROPHILDUR, KLAUFEY, MÍA MUU og ÍSABELLA. Öll börnin sem völdu fyrrnefnd nöfn fá í viðurkenningarskyni stuttermabol með mynd af kúnni skemmtilegu.
Mjólkursamsalan

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?