Konudagsostakaka og lukkuleikur á Facebook

Konudagsostakakan hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár en um er að ræða köku sem er framleidd í kringum konudaginn (eins og nafnið gefur til kynna) og er því ekki í sölu allt árið, heldur í takmarkaðan tíma. Kakan er með jarðarberjabragði og einstaklega ljúffeng og ekki skemmir fyrir að bera hana fram með þeyttum rjóma. Kökuna er tilvalið að bjóða upp á þegar gesti ber að garði, sem eftirrétt, í kaffitímanum eða hvenær sem tækifæri gefst til - og í raun er kakan ein og sér tilefni út af fyrir sig til að gera vel við sig.

Þessa dagana stendur jafnframt yfir skemmtilegur lukkuleikur á Facebook síðu Gott í matinn, sjá hér, sem við hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt í. Þrír heppnir vinningshafar dregnir út þriðjudaginn 14. febrúar og hlýtur hver þeirra Konudagsostaköku, gjafakort fyrir tvo í Borgarleikhúsið og veglega ostakörfu.

Kakan bíður ykkar í næstu verslun og við mælum með að þið grípið eina með ykkur heim í dag og leyfið einhverjum að njóta með ykkur.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?