KEA skyr með lakkrísbragði hættir

KEA skyr með lakkrísbragði var sett á markað snemma árs 2017 og vakti strax mikla athygli. Þessari nýju og spennandi bragðtegund var vel tekið og fóru viðskiptavinir til að byrja með á milli verslana í leit að lakkrís skyri þar sem það seldist upp hvað eftir annað. Nú, rúmu ári síðar, er svo komið að salan hefur dregist mikið saman og framleiðsla stendur ekki lengur undir kostnaði. KEA skyr með lakkrísbragði mun því hverfa úr hillum landsmanna á næstu dögum og hvetjum við aðdáendur skyrsins til að drífa sig í næstu verslun og næla sér í síðustu dósirnar.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?