Kaka ársins 2017 er lagskipt með kókos, skyrfrómas og hindberjahlaupi

Landsamband bakarameistara efndi á dögunum til hinnar árlegu keppni um Köku ársins og var hún að þessu sinni haldin í samstarfi við Mjólkursamsöluna. Eina krafan sem gerð var til keppenda var að kökurnar innihéldu skyr frá MS en að öðru leyti var verkefnið frjálst. Keppendur skiluðu síðan inn tilbúnum kökum og var það í höndum sérstakrar dómnefndar að meta og velja úr þá köku sem dómurum þótti sameina kosti þess að vera í senn bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð. 

Að þessu sinni var að Davíð Arnórsson, bakari í Vestmannaeyjum, sem bar sígur úr býtum en kakan hans er lagskipt kaka sem inniheldur m.a. möndlukókosbotn, hindberjahlaup og skyrfrómas með lime. Dómarar í keppninni voru þau Margrét Kristín Sigurðardóttir frá Samtökum iðnaðarins, Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri MS og Gunnar Örn Gunnarsson, bakarameistari og sölumaður hjá Ölgerðinni.

Kaka ársins verður til sölu í bakaríum félagsmanna Landsambands bakarameistara frá og með föstudeginum 17. febrúar og út árið þannig að kökuunnendur hafa góðan tíma til að verða sér út um köku til að gæða sér á og njóta með fjölskyldu og vinum.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?