Kaka ársin 2011 - skyrterta með hindberjum og hvítu súkkulaði

Kaka ársins 2011 er skyrtertra með hindberjum og hvítu súkkulaði.

Sigurður M. Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi bar sigur úr býtum í keppni um Köku ársins 2011 sem Landssamband bakarameistara efnir árlega til. Sala á kökunni í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara hefst um næstu helgi, konudagshelgina.

Fram kemur í tilkynningu að Sigurður muni afhenda Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra köku í virðingarskyni fyrir framlag hennar til iðnaðarins í landinu.

Keppnin um köku ársins fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins. Keppnin var haldin í samstarfi við Mjólkursamsöluna.

Alls bárust 16 kökur í keppnina í ár. Sigurkakan er samsett úr mörgum lögum, þ.á. m. eru franskur kexbotn, skyrfrauð, hindberjamauk og möndlubotn. Kakan er hjúpuð með hvítum súkkulaðihjúp og skreytt með makkarónukökum.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?