Jólamjólkin er komin til byggða

Jólamjólkin er komin til byggða og ekki annað hægt en að gleðjast yfir því. Jólasveinateikningar Stephens Fairbairn hafa vakið óskipta athygli frá upphafi og í hugum margra tákna þessir sveinar komu jólanna og tilhlökkuninni sem fylgir.

Við munum að sjálfsögðu telja niður dagana til jóla á Facebook-síðu jólamjólkur og á forsíðu Moggans eins og undanfarin ár og skemmtilegur spurningaleikur hefst síðan á jolamjolk.is þann 1. desember þar sem þátttakendur geta unnið til skemmtilegra verðlauna.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?