Jólamjólkin er komin á Facebook

Jólamjólkin er nýjungagjörn í ár og er komin með sína eigin Facebook-síðu. Ef þig vantar aðstoð við að muna í hvaða röð jólasveinarnir koma til byggða er tilvalið að setja 'like' við síðuna en daglegar uppfærslur verða birtar sem minna lesendur á hvaða sveinn er væntanlegur næstu nótt á eftir. Á heimasíðu jólamjólkur er jafnframt hægt að taka þátt í skemmtilegri verðlaunagetraun þar sem daglega er sett inn ný spurning sem tengist jólasveinunum á einhvern hátt. Þá er einnig hægt að senda vinum og vandamönnum; hér heima og erlendis, rafrænar jólakveðjur með mynd af íslenskum jólasveini að eigin vali, spila skemmtilega jólaleiki, rifja upp textana við nokkur sígild jólalög og prenta út myndir af jólasveinunum til að lita.

Góða skemmtun með jólamjólkinni á aðventunni.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?