Jóakim Danaprins verðlaunar íslensku Kókómjólkina!

 
Kókómjólk frá MS var í gær valin besta varan í flokki ferskra mjólkurvara á Norðurlöndunum
 
Í fyrsta sinn sem Danir sjá á bak þessum verðlaunum
 
Kókómjólk frá Mjólkursamsölunni var valin besta ferska mjólkurvaran á Norðurlöndum á fagsýningu norrænna mjólkursamlaga sem haldin er í Herning nú í vikunni. Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri MS á Selfossi, veitti viðurkenningunni mótttöku úr hendi Jóakims Danaprins. 

Mjólkurbú hvaðanæva af Norðurlöndum taka þátt, en þetta er í fyrsta sinn sem mjólkurbú utan Danmerkur vinnur þessi verðlaun. Íslendingar drekka árlega yfir tíu milljón fernur af kókómjólk og verið er að meta möguleika á útflutningi. Auk verðlauna fyrir kókómjólk fékk Mjólkursamsalan sérstaka viðurkenningu fyrir SMS skyr, sem ætlað er börnum og ýmis verðlaun í öðrum einstökum flokkum.

„Að sögn Guðmundar Geirs hafa mjólkurvörur frá MS lengi verið sigursælar á Herning og svo er einnig í ár. „Það er mjög ánægjulegt hversu vel gekk í keppninni og gaman að sjá hversu frábæra fagmenn við eigum. Ennfremur unnu vörurnar okkar til fimm gullverðlauna, 13 silfurverðlauna og 15 bronsverðlauna. Við förum heim mjög sáttir“.

Norræna sýningin í Herning er haldin annað hvert ár. Þetta er í 10. sinn sem Mjólkursamsalan hefur tekið þátt og sótt þangað áður viðurkenningar fyrir skyr og osta. Á sýningunni keppa um 1.600 mjólkurvörur um verðlaun og samkeppnin er afar hörð. Í fagkeppni sem þessari eru m.a. gefnar einkunnir fyrir bragð, áferð, eigin gerð og heildarútlit vörunnar.Heildareinkunn þessara þátta skera úr um hvaða vörur vinna til verðlauna sem skiptast í heiðursverðlaun, gull, silfur og brons.
Tvær vörur frá MS, Kókómjólk og SMS skyr, fengu sérstök heiðursverðlaun en þau verðlaun eru veitt vörum sem þykja skara fram úr í gæðum. Kókómjólkin vann sem fyrr segir flokkinn besta ferskvaran. Slík verðlaun eru einnig veitt fyrir besta ostinn og besta viðbitið.

 
                                   
Mynd: Frá vinstri: Steen Nørgaard Madsen formaður samtaka danska mjólkuriðnaðarins.
Guðmundur Geir Gunnarsson Mjólkurbústjóri MS Selfossi og Jóakim Danaprins.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?