Íslenskt skyr sigrar þriðja árið í röð

Íslenskt skyr var einstaklega sigursælt nú í vikunni þegar það vann til fjölda verðlauna í sérstökum skyrflokki á mjólkursýningunni í Herning í Danmörku.

Þriðja árið í röð er keppt í sérstökum skyrflokki og hefur íslenskt skyr frá MS sigrað í flokknum frá upphafi. Íslenska skyrið var sérstaklega sigursælt og atti það m.a. kappi við skyr frá Arla. Skyr.is og KEA skyr unnu til 12 verðlauna í flokknum sem er stærsti einstaki flokkurinn á sýningunni. Þetta er þriðja árið í röð sem íslenskt skyr sigrar flokkinn en Skyr.is með ferskjum og hindberjum sigraði flokkinn og hlaut einkunnina 14,2 af 15 mögulegum.

Árangur íslenska skyrsins hefur vakið athygli í Danmörku og hefur verið talsvert fjallað um, m.a. á sjónvarpsstöðinni TV2 þar sem yfirskriftin var „Ísland er enn meistarinn“.

http://nyhederne.tv2.dk/samfund/2015-11-03-den-store-skyr-konkurrence-island-er-stadig-mester

Að sögn Ara Edwald, forstjóra Mjólkursamsölunnar, hefur gengi mjólkurvara frá MS í keppninni ætíð verið gott. „Við erum stolt af árangri íslenska skyrsins og það er gleðilegt að sjá skyrið okkar etja kappi við skyr frá öðrum fyrirtækjum og bera sigur úr býtum. Þetta er jafnframt sérstök viðurkenning fyrir íslenskt fagfólk. Íslenskt skyr er einstakt og sigur í þessari keppni staðfestir það enn frekar. Velgengi erlendis sýnir ennfremur að við erum með frábæra vöru með langa sögu sem á erindi sem víðast“.  

Jón K. Baldursson, gæðastjóri MS, við verðlaunaafhendinguna.

Skyr.is með ferskjum og hindberjum hlaut hæstu einkunn.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?