Íslenska skyrinu tekið fagnandi í Bretlandi

Íslenska skyrið var formlega boðið velkomið til Bretlands í gær þegar um 150 manns komu saman í sendiráði Íslands í London til að fagna þessum áfanga. Forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, var meðal þeirra sem tóku til máls við þetta tilefni og ríkti mikil ánægja með skyrið meðal gesta. Íslenskt skyr frá MS verður selt í 200 Waitrose verslunum en það er framleitt hjá MS Selfossi og flutt út.

 

Við vonum að breskir neytendur taki íslenska skyrinu vel og það verður spennandi að fylgjast með þróun mála næstu misserin.

Morgunblaðið greindi frá og má sjá frétt þess efnis hér.
Ljósmynd/Simone Susnea

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?