Ísey skyr og lopapeysur í japönsku brúðkaupi

Erlendir ferðamenn sem leggja leið sína til Íslands vilja margir hverja meina að íslenska skyrið sé eitt af því sem er mikilvægt að smakka þegar landið er heimsótt. Sú var einmitt raunin með japanska parið, Nori og Asaki, sem kom til Íslands í fyrrasumar og kolféll fyrir bæði landi og þjóð – já og Ísey skyri. Parið trúlofaði sig í Bláa lóninu og þegar heim var komið og undirbúningur fyrir brúðkaupið hófst vildu þau ólm reyna að tengja ást sína á Íslandi og íslenska skyrinu við stóra daginn. Draumurinn var að leyfa gestunum að smakka íslenska skyrið sem þau tóku ástfóstri við og því settu þau sig í samband við Mjólkursamsölunna og óskuðu eftir aðstoð við að flytja Ísey skyr til Japans. Þessari sérstöku og skemmtilegu beiðni var vel tekið og var ákveðið að gefa þessum ungu verðandi hjónum skyrið að gjöf. 200 dósum af Ísey skyri var pakkað eftir kúnstarinnar reglum og flutt með flugi til Japans. Með sendingunni fóru jafnframt tvær íslenskar lopapeysur sem Nori og Asaki fengu í brúðargjöf frá MS og er óhætt að segja að íslensku gjafirnar hafi slegið í gegn hjá brúðhjónunum og gestum þeirra eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Brúðkaupsgestirnir voru að smakka skyr í fyrsta skipti og kunnu svo vel við það líkt og brúðhjónin að engin afgangur var eftir veisluna.

Brúðhjónin þurfa þó ekki að biða lengi eftir að fá meira af Ísey skyr því stuttu eftir brúðkaupið skrifaði Ari Edwald forstjóri MS undir framleiðslu- og vörumerkjasamning á Ísey skyri við Nippon Luna, mjólkurvörufyrirtæki í Japan.

 

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?