Ísey skyr fær verðlaun sem besta mjólkurvaran

Í Herning, Danmörku safnaðist saman á dögunum fólk úr matvælaiðnaðinum víða að úr heiminum og keppti með vörur sínar á International Food Contest. Hlaut Ísey skyr aðalverðlaunin í skyrflokki í ár. Skyrið, sem er með lagi af ferskju í botninum, er þróað af vöruþróunarteymi Mjólkursamsölunnar og framleitt fyrir MS á Finnlandsmarkað af danska fyrirtækinu Thise, Mejeriet Dybbækdal. Skyrið er með séríslenskum skyrkúltúrum. Sagði dómnefndin að skyrið hefði „Just hit the spot.“. (Judge Notes : Great texture. Balance between fruit and acid in the shells. Just hit the spot).

Mjólkursamsalan fékk einnig heiðursverðlaun fyrir súkkulaðimjólk í flokki mjólkur og kakódrykkja auk fjórtán annara verðlauna fyrir góðar mjólkurvörur.

Heildarlisti yfir verðlaun Mjólkursamsölunnar á matvælasýningunni er þessi:

Heiðursverðlaun í flokki mjólkur og kakódrykkja – Súkkulaðimjólk 500ml frá Mjólkursamsölunni

Gull-    Ísey Skyr Vanilla        170 gr
Gull-    Ísey Skyr bökuð epli    170 gr
Silfur- Ísey skyr Naturel         1000 gr
Silfur- Ísey Skyr creme brulee           500 gr
Silfur- Ísey próteindr. suðrænir ávextir        300 ml
Silfur- Grísk jógúrt Naturel   1000 gr
Silfur- Óska Jógúrt með melónukokteil                     180 gr
Silfur- Óska Jógúrt með kaffibragði  180 gr
Silfur- LGG jarðaberja                      65 ml
Silfur- Hleðsla Íþróttadrykkur súkkulaðibragð        330 ml
Brons- Laktósa frí mjólk 1,5% fita     1000 ml
Brons- Laktósa frí Súrmjólk   1000 ml
Brons- Ísey Skyr bláber                      170 gr
Brons- Drykkjarjógúrt með Jarðaberjum      300 ml

 

Hægt er að lesa nánar um verðlaunin hérna: https://foodcontest.dk

Björn Baldursson gæðastjóri hjá MS tók við heiðursverðlaununum fyrir súkkulaðimjólk fyrir hönd MS (mynd: International Food Contest)

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?