Ísey skyr er nýr bakhjarl íslenska Kokkalandsliðsins

Ísey skyr er nýr bakhjarl íslenska Kokkalandsliðsins en samningur þess efnis var undirritaður á dögunum. Kokkalandsliðið er skipað færasta matreiðslufólki landsins og framundan er sjálf Heimsmeistarakeppnin í matreiðslu sem haldin verður í Lúxemborg í lok nóvember. Liðið leggur mikla áherslu á sérvalið íslenskt gæða hráefni og mun liðið á næstu mánuðum ljúka þróun á keppnisréttum sínum þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lambakjöt og Ísey skyr verða í aðalhlutverkum. Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili íslenska Kokkalandsliðsins og óskar hópnum góðs gengis við undirbúninginn fram að keppni.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Hafliða Halldórsson, framkvæmdstjóra Kokkalandsliðsins og Guðnýju Steinsdóttur, markaðsstjóra MS.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?