Ísey án tilnefnt til Fjöreggsins 2019

Ísey skyr ÁN var nýlega tilnefnt til Fjöreggsins, verðlaun sem Matvæla-og næringarfræðingafélag Íslands veitir árlega fyrir lofsamlegt framtak á matvæla- og næringarsviði. Ísey skyr ÁN er fyrsta mjólkurvara sinnar tegundar á Íslandi og með þeim fyrstu í heiminum sem inniheldur hvorki sykur og né sætuefni, einungis ávexti og skyr. Við erum þakklát fyrir þessa viðurkenningu sem hvetur okkur til frekari vöruþróunar á þessu sviði og óskum öðrum sem tilnefndir eru innilega til hamingju. Fjöreggið verður veitt á Matvæladegi MNÍ á Hótel Natura þriðjudaginn 29. október.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?