Innköllun á Stoðmjólk frá Mjólkursamsölunni

28. september 2015

 

Tilkynning frá Mjólkursamsölunni

 

Mjólkursamsalan hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla eina tiltekna framleiðslulotu af Stoðmjólk. Þessar fernur eru merktar:  Best fyrir 04.10.2015.

Ástæða innköllunarinnar er að þessi framleiðslulota vörunnar stenst ekki bragðkröfur þegar á geymsluþolið líður. 

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti:                    Stoðmjólk

Strikamerki:                 5690527185004

Nettómagn:                  500 ml

Best fyrir dagsetning:   04.10.2015

 

Neytendum sem keypt hafa vöruna með framangreindri dagsetningu er bent á að þeir geta skilað vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða snúið sér beint til Mjólkursamsölunnar. 

Mjólkursamsalan biður neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu getur hafa skapast.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn gæðadeildar Mjólkursamsölunnar í síma 450 1100 eða hægt er að koma ábendingum á framfæri í netfangið Geirj@ms.is

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?