Holtaskóli sigurvegari Skólahreysti MS 2011

Úrslit í Skólahreysti MS 2011 fór fram í gærkveldi 28.apríl.

Var keppnin sýnd í beinni útsendingu frá Laugardalshöll og voru mættir um 2.500 áhorfendur. 

Það voru stuðningsmenn skólanna sem slógu taktinn í byrjun móts með frábærri innkomu við kynningar á skólunum. Það var mögnuð stemning allt mótið og Logi Geirsson sem var í setti Rúv og lýsti keppninni ásamt Eddu Sif Jónsdóttur sagði að það væri meiri stemning í Skólahreysti heldur en á landsleik í handbolta. Búningar, flott skilti,kroppamálning og ótrúleg orka í krökkunum við að styðja sinn skóla skapar þessa kröftugu stemningu.

Tólf skólar komu í úrslit og voru það þeir :

Hvolsskóli,Lindaskóli,Holtaskóli/Reykjanesbæ,Egilsstaðaskóli, Dalvíkurskóli,Brekkuskóli/Akureyri, Gr.Húnaþings vestra,Gr.á Ísafirði,Árbæjarskóli,Valhúsaskóli,Heiðarskóli/Reykjanesbæ og Lágafellsskóli/Mosfellsbær.

Enginn skóli var öruggur með fyrsta sæti í öllum greinum. Góður árangur innan hverrar greinar blandaðist vel á milli allra skóla. Það segir okkur að öll liðin skiluðu frábæru móti og frábærum árangri. Allir skólar geta verið stoltir af sinni vinnu á mótinu og þeirri staðreynd að þeir eru með tólf bestu skólum í Skólahreysti MS yfir landið.

Lindaskóli og Holtaskóli í Reykjanesbæ skiptu á milli sín fyrsta og öðru sæti milli greina og Gr.á Ísafirði hélt þriðja sætinu á milli greina. Egilsstaðaskóli,Brekkuskóli,Dalvíkurskóli og Heiðarskóli í Reykjanesbæ skiptust á fjórða og fimmta sæti út keppnina.

Úrslitin urðu þau að Holtaskóli endaði í fyrsta sæti með 60 stig. Aðeins einu stigi á eftir var Lindaskóli með 59 stig og Gr.á Ísafirði varð í þriðja sæti með 51 stig.

Það eru þau Birkir Freyr Birkisson,Sólný Sif Jóhannsdóttir,Elva Dögg Sigurðardóttir og Eyþór Guðjónsson sem prýða lið Holtaskóla.

Allir árangrar, úrslit í hverri grein og lokaúrslit er að sjá á Skólahreysti.is undir „úrslit móta“

Á myndinni hér að ofan sjáum við sigurlið Holtaskóla fagna sigri með sínum frábæru stuðningsmönnum.

Aðstandendur Skólahreysti vilja koma sérstökum þökkum til Mjólkursamsölunnar fyrir að styrkja verkefnið og hafa fulla trú á því. Ef MS nyti ekki við þá væri Skólahreysti á Íslandi ekki orðið að því sem það er. Þá nytu unglingar og börn ekki þeirrar gleði sem Skólahreysti MS leiðir af sér og aukinnar hreyfingu sem leiðir til betri heilsu líkamlega og andlega. Einnig er farið að líta á verkefnið sem mikilvæga forvörn sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir grunnskólakrakka.
,,MS á hrós og heiður skilið fyrir alla þessa öruggu og miklu aðstoð sem fyrirtækið veitir" segir Lára Berglind Helgadóttir,,

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?