Holtaskóli sigurvegarar í Skólahreysti 2012

Spennan í Laugardalshöll var gríðarlega þegar úrslitakeppni í Skólahreysti MS 2012 fór fram Laugardalshöll í kvöld.   Hátt á þriðja þúsund manns mættu til að horfa á keppnina sem fram fór í beinni útsendingu á Rúv.

Það voru tólf skólar sem kepptu til úrslita, Gr.á Ísafirði,Varmahlíðarskóli,Giljaskóli,Foldaskóli,Egilsstaðaskóli,Gr.Húnaþings vestra,Austurbæjarskóli,Lindaskóli,Hvolsskóli,Hagaskóli,Heiðarskóli og Holtaskóli.
Heiðarskóli í Reykjnesbæ,Lindaskóli,Hagaskóli og Holtaskóli gældu allir við efstu þrjú sætin alla keppnina.    Holtaskóli hafði titil að verja frá fyrra ári. Á síðustu sekúntum mótsins eftir gríðarlega spennandi og harða hraðaþraut náði Holtaskóli að landa sigri með 62 stigum og halda titlinum.   Í öðru sæti varð Heiðarskóli með 58 stig og í þriðja sæti varð Hagaskóli með 43 stig.
Hraustu unglingarnir úr Holtaskóla í Reykjanesbæ heita, Patrekur Friðriksson, Eydís Ingadóttir,Guðmundur Ólafsson og Sara Rún Hinriksdóttir. Þau fara ekki tómhent heim því í verðlaun eru tvöhundruð þúsund króna peningaverðlaun sem renna til nemendafélags skólans og eignarbikar og krakkarnir fá hver sitt reiðhjól.
Nánari upplýsingar um mótið er að finna á Skolahreysti.is og Skólahreysti á Facebook.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?