Hleðsla er vinsælasti próteindrykkurinn á markaðnum

Hleðsla er vinsælasti próteindrykkurinn á markaðnum.

Neytendastofa hefur úrskurðað að MS megi ekki auglýsa að Hleðsla sé vinsælasti próteindrykkurinn á markaðnum. Þetta var gert eftir að Vífilfell kærði umræddar auglýsingar til Neytendastofu. Það er ljóst að Vífilfell hefur áhyggjur af samkeppninni frá Hleðslu. Á meðfylgjandi mynd sést að markaðshlutdeild MS frá því að sala hófst og til loka marz á þessu ári er 52% en Vífilfells 48%. Þessar tölur byggja á gögnum sem hlutlaus aðili Capacent tekur saman um raunsölu á matvörumarkaðnum. Samkvæmt úrskurði Neytendastofu er munurinn ekki nógu mikill á milli Hleðslu og Hámarks til þess að heimilt sé að auglýsa Hleðslu sem vinsælasta drykkinn. Engar skýringar fylgja úrskurðinum um hversu mikill munurinn þurfi að vera til að mega kalla Hleðslu vinsælasta drykkinn og þess vegna skiljum við ekki þennnan úrskurð.   Fyrir okkur er nóg að vita að við erum með vinsælasta og besta próteindrykkinn á markaðnum – Salan sýnir það og við þurfum ekkert að að auglýsa það sérstaklega.
 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?