Hið rétta um transfitusýrur í mjólkurvörum

Í ljósi umræðu undanfarið er sjálfsagt að taka fram að engar vörur Mjólkursamsölunnar innihalda hertar jurtaolíur og transfitusýrur sem hafa myndast við herðingu þeirra. Þetta á m.a. við um vörur eins og Smjörva og Létt og laggott, sem innihalda vissulega jurtaolíu að hluta til, en hún er að öllu leyti óhert og inniheldur því engar transfitusýrur.

Hins vegar eru í mjólkurvörum, eins og t.d. í smjöri, náttúrulegar transfitusýrur í einhverju magni. Það magn er þó talið vera of lítið til að mögulega geta valdið skaða ef miðað er við hefðbundna neyslu þessara afurða. Ennfremur eru gerðir náttúrulegra transfitusýra í mjólkurafurðum ekki þær sömu og verða til við herðingu jurtaolíu og hafa líklega ekki sömu áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. Jafnvel er talið að hinar náttúrulegu transfitusýrur hafi engin og jafnvel frekar verndandi áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma, en nokkrar rannsóknir hafa verið birtar sem styðja þá kenningu, þó of snemmt sé að fullyrða um slíkt.
Nánari upplýsingar um tansfitusýrur er að finna hér.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?