Heilsan er okkar dýrmætasta eign

AB mjólkurvörur
Stórsýningin "Heilsa - húð og hár" verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralindinni helgina 3. og 4. maí 2008.
Sýningin spannar  allt heilsusviðið og verður einstaklega fjölbreytt og lifandi.

Á sýningunni verður mikið um tilboð á heilsuvörum og þjónustu er tengist heilsu, húð og hári.

Þá verður vegleg fyrirlestraskrá með fjölda fyrirlestra sem verður frítt inn á.  Sýningargestum gefst þarna einstakt tækifæri til að kynnast öllu því helsta og nýjasta sem er á boðstólnum á sviði heilsu og fegurðar.

Það er frítt inn á sýninguna sem er opin frá kl. 11.00 til 18.30 báða dagana.

Mjólkursamsalan er þátttakandi í þessari sýningu og verður með kynningu á öllum helstu heilsuvörum sínum; ab mjólkurvörurnar en þar hefur ab ostur í sneiðum bæst við sem nýjung í þessa línu. Einnig verða kynningar á Kotasælu, Lgg +, Benecol og Fjörmjólk.

Kíktu í kynningarbásinn okkar og taktu þátt í leiknum sem er í gangi. Skráðu þig hér og þú getur unnið matarkörfu.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?