Haustfundur fulltrúaráðs Auðhumlu 2017

Haustfundur fulltrúaráðs Auðhumlu var haldin 27. nóvember í MS Reykjavík. Á hann mæta fulltrúar deilda innan samvinnufélagsins Auðhumlu, um 80 kúabændur en Auðhumla svf. á 90% hlut í Mjólkursamsölunni. Á dagskrá fundarins var meðal annars skýrslur framkvæmdastjóra Auðhumlu og forstjóra MS auk ávarps stjórnarformanns félaganna.
 
Meðal þess sem var rætt var áætlun næstu ára um uppbyggingu Mjólkursamsölunnar þar með talið hugsanleg uppbygging á lóð sem fyrirtækið fékk úthlutað frá Reykjavíkurborg. Sjá nánar hér: https://www.ms.is/frettir/ms-faer-vilyrdi-fyrir-lod/1837 
 
 
 
 
 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?