Hátíðardagskrá á degi íslenskrar tungu

Áhrifarík hátíðardagskrá í Gamla bíó á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember þar sem listamenn á öllum aldri beina athyglinni að tungumálinu. Húsið opnar klukkan 15 en dagskráin hefst kl. 15.30. Andi Jónasar Hallgrímssonar svífur yfir vötnum en meðal þeirra sem fram koma eru Jakob Birgisson, uppistandari, tónlistarmennirnir GDRN, Auður og Hundur í óskilum, samfélagsmiðlastjarnan Villi Netó og leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Hátíðardagskránni lýkur með því að Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.

Léttar veitingar að lokinni dagskrá og í fordyri Gamla bíós verður hægt að kynna sér ýmis mannanna verk sem eru afsprengi skáldskapar eða sköpunar á íslensku.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar má finna á: https://www.facebook.com/events/2627256470882480/

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?